FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

 • Sumarlokun


  21. júlí 2018

  Teiknistofan verður lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks frá 23. júlí til 7. ágúst 2018.

    • Gerplustræti 31-37

  9.apríl 2018

  Hafin er sala á íbúðum í 40 íbúða fjölbýlishúsi sem Teiknistofan hannaði við Gerplustræti 31-37 í Helgafellslandi, Mosfellsbæ.

  Í húsinu eru tvö stigahús. Íbúðirnar eru af fjölbreytilegum stærðum, 2ja til 4 herbergja, frá 61 til 145 fm.

  Framkvæmdaaðili er Mannverk ehf.

  Nánari umfjöllun um bygginguna má sjá hér á síðunni: Gerplustræti 31-37    • 2. verðlaun í samkeppni um rammaskipulag Vífilsstaðalands


  22. desember 2017

  Í gær voru kunngerð úrslit í opinni framkvæmdasamkeppni um rammaskipulag Vífilsstaðalands í Garðabæ. 


  Tillaga teiknistofunnar  hlaut 2. verðlaun í samkeppninni.


  Verðlaunaafhending og opnun sýningar á samkeppnistillögum fór fram í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar Ásgarðs í Garðabæ. Sýning á tillögunum mun standa til febrúarloka.
    • Arkitekt óskast


  1. september 2017

  Við leitum að skapandi og metnaðarfullum arkitekt til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum á starfsstöð okkar í Reykjavík.


  Framtíðarmöguleikar fyrir rétta aðila.


  Teiknistofa arkitekta er alhliða ráðgjafafyrirtæki á sviði hönnunar, skipulags og mannvirkja. Áhugasamir sendi umsókn á netfangið johann@teikna.is fyrir 14. sept. 2017. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.


  Nánari upplýsingar veitir Jóhann E. Jónsson í ofangreint netfang og í síma 695 2826.


  Frekari upplýsingar um teiknistofuna er að finna á www.teikna.is    • 1. sæti í Hafnarfirði


  19. júlí 2017

  Tillaga teiknistofunnar var valin til frekari útfærslu fyrir áframhaldandi skipulagsvinnu í vesturhluta Hrauna í Hafnarfirði.


  Teiknistofan vinnur nú að skipulagsvinnu á svæðinu í samvinnu við Krads arkitekta og skipulagsráð Hafnarfjarðar.    • Atvinnutækifæri


  12. apríl 2017

  Við leitum að arkitekt og/eða byggingarfræðing til að slást í hópinn á starfsstöð okkar í Reykjavík.

  Við leitum að jákvæðum og hæfileikaríkum einstaklingum með gott vald á algengustu hönnunarforritum. Rík áhersla er lögð á frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.


  Umsóknir og fyrirspurnir skal senda á johann@teikna.is. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.


   


 • Arkitekt og byggingafræðingur óskast


  6. janúar 2017

  Vegna fjölbreyttra og spennandi verkefna framundan óskum við eftir að ráða arkitekt og byggingafræðing til starfa á starfsstöð okkar í Reykjavík.


  Teiknistofa arkitekta er alhliða ráðgjafafyrirtæki á sviði hönnunar, skipulags og mannvirkja.


  Við leitum að jákvæðum og hæfileikaríkum einstaklingum með gott vald á algengustu hönnunarforritum. Rík áhersla er lögð á frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.


  Umsóknir og fyrirspurnir skal senda á johann@teikna.is fyrir 18. janúar 2017. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað.


  Frekari upplýsingar um Teiknistofu arkitekta er að finna á www.teikna.is   


 • Flutningar í Reykjavík


  7. desember 2016

  Vinnustofa teiknistofunnar í Reykjavík flytur af Skólavörðustíg 3 í Vegmúla 2, 5. hæð, föstudaginn 9. desember.

  Búast má við truflunum í síma- og netsambandi við skrifstofuna á fimmtudag og föstudag.


   


 • Nýtt félagsheimili Brokeyjar við Ingólfsgarð


  20. september 2016

  Í sumar hélt Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey samkeppni valinna arkitekta um hönnun á nýju félagsheimili við Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn.


  Tillaga teiknistofunnar varð fyrir valinu til nánari útfærslu. Teiknistofan vinnur nú að hönnun hússins í samvinnu við Brokey.    • Nýir meðeigendur

  11.júlí 2016

  Jóhann Einar Jónsson arkitekt og Lilja Filippusdóttir landslagsarkitekt hafa gerst meðeigendur Teiknistofu arkitekta.


  Þau hafa bæði starfað á teiknistofunni nokkur undanfarin ár.


  Aðrir eigendur eru arkitektarnir Gylfi Guðjónsson, Arnfríður Sigurðardóttir og Árni Ólafsson.


   Sitefinity Web Content Management