Eldri fréttir og tilkynningar

 • Vefarastræti 16-22

  13.maí 2016

  Hafin er bygging 39 íbúða fjölbýlishúss sem Teiknistofan hannaði við Vefarastræti 16-22 í Helgafellslandi, Mosfellsbæ. Í húsinu eru fjögur stigahús, almennt með 9 íbúðum í hverju stigahúsi. Íbúðirnar eru af fjölbreytilegum stærðum, 2ja til 4 herbergja, frá 59 til 144 fm. Framkvæmdaaðili er J.E. Skjanni ehf.

  Nánari umfjöllun um bygginguna má sjá hér á síðunni: Vefarastræti 16-22    • Hótel Eyja opnar í Brautarholti 10-14

  6.maí 2016

  Nú í vikunni opnaði Eyja Guldsmeden hótel í Brautarholti 10-14 í Reykjavík. Teiknistofa arkitekta hannaði breytingar á húsinu í samvinnu við rekstraraðila. Í hótelinu eru 65 glæsileg herbergi ásamt veitingasölum og þjónusturýmum á jarðhæð. Hótelið er líf­rænt „bout­ique hotel“ og er rekið í samstarfi við dönsku hótelkeðjuna Guldsmeden hotels. Sjálfbærni og vistvernd eru höfð að leiðarljósi í rekstri hótelsins. Sú stefna var útgangspunktur í hönnun og útfærslum í breytingaferlinu.

  Svæðið ofan við Hlemm er í mikilli uppbyggingu þessi misserin. Fjölgun íbúða og gistirýma á svæðinu eflir þjónustu og stækkar miðborgina. Hótel Eyja mun vafalítið verða eftirsóttur áfangastaður.    • Teiknistofa arkitekta og Mannverk ehf. fá umhverfisviðurkenningu Kópavogsbæjar

  27.ágúst 2015

  Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogsbæjar hefur veitt Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félögum og Mannverki ehf. viðurkenningu í flokknum „Frágangur húss og lóðar á nýbyggingarsvæði“ fyrir Þorrasali 17.

  Viðurkenningin var afhent í dag  í forrými Salarins í Kópavogi.

  Tengill á umfjöllun um tillöguna á verkefnasíðu: Þorrasalir 17
    • Nýtt aðalskipulag Rangárþings eystra undirritað

  22.maí 2015

  Á 200. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra þann 15. maí sl. var nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins undirritað.

  Um er að ræða endurskoðun á gildandi aðalskipulagi sem Teiknistofa arkitekta hefur unnið að undanfarin misseri í góðu samstarfi við skipulagsnefnd og sveitarstjórn.

  Skipulagsstofnun hefur staðfest skipulagsáætlunina. Aðalskipulagið tekur gildi þegar auglýsing um gildistöku hefur birst í B-deild á næstu dögum.

   


 • Lindargata 28-32 - sala hafin

  29. apríl 2015

  Sala er hafin á íbúðum í fjölbýlishúsi sem Teiknistofa arkitekta hannaði við Lindargötu 28. Í húsinu eru 21 íbúð og í sjálfstæðu bakhúsi eru fjórar vinnustofur ætlaðar íbúum hússins. Framkvæmdaaðili er Laugadepla ehf.

   


 • Staðarval fjölnota íþróttahúss í Garðabæ

  30. mars 2015

  Teiknistofa arkitekta hefur unnið skoðun á staðarvali fyrir fjölnota íþróttahús í Garðabæ. Viðfangsefni verkefnisins er gróft mat á þeim kostum, sem gætu komið til greina fyrir stórt fjölnota íþróttahús í Garðabæ, með það að markmiði að finna slíku húsi stað. Í byrjun voru fimm staðir skoðaðir og bornir saman út frá stöðu skipulagsmála, samgöngum og afstöðu til aðliggjandi byggðar. Tveir staðir voru vinsaðir frá og þeir þrír, sem eftir stóðu, skoðaðir nánar í þrívíðu landmódeli þar sem íþróttahúsi var komið fyrir. Þar var staðsetning, afstaða til aðliggjandi byggðar, aðkoma og bílastæðamál skoðuð nánar og borin saman.

  Fjölsóttur íbúafundur um stærð og staðsetningu hússins var haldinn um miðjan mars í safnaðarheimili Vídalínskirkju.

  Hér er tengill á fylgigögn á heimasíðu Garðabæjar. Þar er hægt að skoða greinargerð, þrívíddarmyndir á jpg formi og einnig þrívíddarmyndir, sem eru gagnvirkar á pdf-formi.
                              

   


 • 2. Verðlaun til Teiknistofu arkitekta í Úlfarsárdal

  25. nóvember 2014

  Í dag voru kunngerð úrslit í opinni hönnunarsamkeppni um samþættan leik-og  grunnskóla með aðstöðu fyrir frístunda- og félagsstarf, menningarmiðstöð og almenningabókasafn, sundlaug og íþróttahús í Úlfarsárdal í Reykjavík.


  Teiknistofa arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf hlaut 2. verðlaun í samkeppninni. Verðlaunaafhending og opnun sýningar á öllum samkeppnistillögunum fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur síðdegis.


  Alls bárust 24 tillögur í samkeppninni, sem var tveggja þrepa keppni  og stóð yfir í tæplega ár. Framlag Teiknistofu arkitekta var ein fjögurra tillagna sem dómnefnd valdi til frekari útfærslu á seinna þrepi samkeppninnar.


  Tengill á umfjöllun um tillöguna á verkefnasíðu: Úlfarsárdalur

  Tengill á dómnefndarálit:
  http://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_frettir/fra_1114-4_samkeppni_ulfarsardal_lowres.pdf

   


 • Skipulags- og umhverfishönnun í Landmannalaugum

  13. ágúst 2014

  Teiknistofa arkitekta, í samstarfi við Landark landslagsarkitekta, hefur ásamt þremur öðrum ráðgjafahópum verið boðið að taka þátt í samkeppni um skipulag og hönnun í Landmannalaugum.


  Svæðið nær yfir núverandi þjónustusvæði í Landmannalaugum og næsta nágrenni. Gert er ráð fyrir uppbyggingu gestastofu og aðstöðu Umhverfisstofnunar ásamt endurbættu stígakerfi og aðstöðu gesta og landvarða.

   


 • Deiliskipulag á Grundartanga

  11. júlí 2014

  Teiknistofa arkitekta hefur unnið tillögu að deiliskipulagi austursvæðis á Grundartanga. Um er að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 2007. Á svæðinu eru gert ráð fyrir iðnaðar- og athafnalóðum af ýmsum stærðum.

  Lögð er áhersla á að fella uppbygginguna vel að landslagi svæðisins með landmótun. Gert er ráð fyrir gönguleið umhverfis Katanestjörn og niður að strönd Hvalfjarðar.

  Tillagan er í samþykktar- og auglýsingarferli.

    Grundartangi


 • Lindargata 28-32

  11. júlí 2014

  Framkvæmdir eru hafnar við byggingu fjölbýlishúss sem Teiknistofa arkitekta hannaði við Lindargötu 28-32. Í húsinu verða rúmlega 20 íbúðir af ýmsum stærðum. Í sjálfstæðu bakhúsi eru fjórar vinnustofur ætlaðar íbúum hússins. Framkvæmdaaðili er Mannverk ehf.

   


 • Svæðisskipulag Eyjafjarðar - 2012-2024

  14. mars 2014

  Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 var staðfest af Skipulagsstofnun 21. Janúar 2014. Að skipulaginu standa sjö sveitarfélög við Eyjafjörð; Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyrarkaupstaður, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur. Í skipulaginu er sett fram sameiginleg stefna aðildarsveitarfélaganna um byggðaþróun og þá þætti  landnotkunar sem talin er þörf á að samræma vegna sameiginlega hagsmuna sveitarfélaganna.

  Teiknistofan hefur unnið að gerð svæðisskipulagsins með svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar frá 2008.

  Svæðisskipulag Eyjafjarðar og fylgiskjöl þess má sjá hér:

  http://issuu.com/arniola/docs/ssey-2012-2024-greinargerd-130909-u

  http://issuu.com/arniola/docs/ssey-2012-2024_umhvskyrsla-130909

  http://issuu.com/arniola/docs/ssey-2012-2024_helstu_forsendur-130

   


 • Deiliskipulag 3. áfanga Naustahverfis

  12. mars 2014

  Tillaga að deiliskipulagi 3. áfanga Naustahverfis á Akureyri hefur verið auglýst. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir blandaðri byggð sérbýlishúsa og sambýlishúsa. Tillagan byggir á megindráttum rammaskipulags hverfisins. Þéttleiki byggðarinnar verður 29,2 íbúðir á hektara. Lögð er áhersla á yfirbragð aðalgötu hverfisins, Kjarnagötu , og verður hönnun hennar breytt frá því sem er í fyrri áföngum hverfisins. Útfærsla Kjarnagötu, torga og opinna svæða miðast við „grænar ofanvatnslausnir“ þar sem yfirborðsvatni verður veitt í gegn um jarðvegssíur niður í grunnvatn í stað þess að veita því burt um fráveitukerfið.

  Skipulagsgögn eru á vefsíðu Akureyrarbæjar:
  http://www.akureyri.is/skipulagsdeild/frettir/hagahverfi-auglysing-um-skipulag

  Best er að skoða þrívíddarlíkanið með því að vista það á eigin tölvu og skoða í Acrobat-Reader.

   


 • Kynningarfundur á Hvolsvelli

  2. desember 2013

  Þann 21. nóvember síðastliðinn var tillaga að endurskoðun á aðalskipulagi Rangárþings Eystra kynnt á opnum kynningarfundi á Hvolsvelli. Teiknistofa arkitekta hefur unnið að endurskoðun aðalskipulagsins síðustu misseri í samstarfi við sveitarstjórn. Góðar umræður voru á fundinum og íbúar lögðu til ýmsar áhugaverðar hugmyndir um framtíðarþróun í sveitarfélaginu, m.a. tillögu að nýjum millilandaflugvelli á Skógasandi. 


  Skipulagstillöguna má finna á heimasíðu Rangárþings Eystra: Efni til kynningar              

   


 • Nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 staðfest

  22. október 2013
  Nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 var staðfest af Skipulagsstofnun 19. september 2013 og tók gildi með birtingu auglýsingar í Stjórnartíðindum 3. október. Lauk þar með endurskoðun aðalskipulagsins sem Teiknistofa arkitekta hefur unnið að allt frá árinu 2008. Nýja skipulagið leysir af hólmi skipulag sem samþykkt var árið 2003 og hafði gildistímann 2002-2024.

  Skipulagsgögnin má finna á heimasíðu Mosfellsbæjar: Aðalskipulag 2011-2030 

   


 • Teiknistofa arkitekta valin til að vinna aðalskipulag Garðabæjar

  18. október 2013
  Teiknistofu arkitekta  ásamt Landmótun, landslagsarkitektum og Eflu, verkfræðistofu hefur verið falið að vinna nýtt aðalskipulag Garðabæjar. Bæjarstjórn Garðabæjar óskaði í vor eftir ráðgjöfum til að taka að sér verkefnið. Alls sóttu níu teymi um að vinna verkið og var þeim gefið tækifæri til að kynna sig og nálgun sína á verkefnið. Að lokinni kynningunni tók bæjarstjórn ákvörðun um að fela teiknistofunni og samstarfsaðilum verkefnið.

  Um er að ræða krefjandi og áhugavert verkefni. Lögð verður áhersla á víðtækt samráð við íbúa, stjórnmálamenn og aðra hagsmunaðila. Vinnuaðferð við umhverfismat áætlana verður nýtt við mat og val á skipulagskostum. Úr ferlinu munu væntanlega koma aðgengileg og skýr skipulagsgögn sem nýtast vel við frekari þróun og ákvarðanatöku í bæjarfélaginu.

   


 • Opnun og vígsla tengibyggingar á Hvolsvelli

  6. september 2013

  Um síðustu helgi var formlega vígð og tekin í notkun ný tengibygging við íþróttamiðstöðina á Hvolsvelli sem var hönnuð á Teiknistofu arkitekta. Tengibyggingin tengir saman núverandi íþróttahús og sundlaug. Aðalinngangur í sundlaug og íþróttahús er á jarðhæð nýbyggingarinnar ásamt nýjum búningsklefum. Á efri hæð er björt líkamsræktaraðstaða.


  Nánari umfjöllun um bygginguna má sjá hér á síðunni: Tengibygging

   


 • Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024

  26. júní 2013

  Nýtt svæðisskipulag Eyjafjarðar, sem Teiknistofa arkitekta hefur unnið að ásamt Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar, hefur verið auglýst. Sveitarstjórnir allra þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að skipulagstillögunni hafa samþykkt hana til auglýsingar, en sveitarfélögin eru þessi: Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.

  Skipulagstillöguna má sjá hér: Skipulagstillaga
  Helstu forsendur má sjá hér: Helstu forsendur
  Umhverfisskýrslu má sjá hér: Umhverfisskýrsla

  Skipulagstillagan, sem auglýst er með vísan til 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, mun liggja frammi á skrifstofum fyrrnefndra sveitarfélaga og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, frá og með 28. júní 2013 til og með 23. ágúst 2013. Á sama tíma verður tillagan einnig aðgengileg á vef hvers aðildarsveitarfélags.

  Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillöguna áður en athugasemdafresturinn rennur út eða fyrir 23. ágúst 2013.

  Athugasemdum skal skila í skriflegu formi til:
  Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf.,
  Kaupangi við Mýrarveg,
  600 Akureyri.

      • 2. verðlaun til Teiknistofu arkitekta

  14. júní 2013
  Kunngjörð hafa verið úrslit í hönnunarsamkeppni um stækkun verknámsaðstöðu Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi. Teiknistofa arkitekta hlaut 2. verðlaun en alls bárust 25 tillögur í samkeppninni.

  Tengill á umfjöllun um tillöguna á verkefnasíðu

  Á heimasíðu Framkvæmdasýslu ríkisins má finna frekari upplýsingar um keppnina:
  http://fsr.is/
   


 • Hverfisskipulag Árbæjar

  3. júní 2013
  Reykjavíkurborg hefur falið Teiknistofu arkitekta, Landark ehf. og Eflu hf, verkfræðistofu gerð hverfisskipulagsáætlunar fyrir Árbæjarhverfið í Reykjavík.


 • Skipulagsstofnun staðfestir Aðalskipulag Skútustaðahrepps

  30. maí 2013
  Skipulagsstofnun hefur staðfest nýtt aðalskipulag Skútustaðahrepps. Teiknistofa arkitekta hefur á undanförnum árum unnið að skipulagsáætluninni í samráði við sveitarstjórn.


 • Ný heimasíða

  5. maí 2013
  Ný heimasíða stofunnar hefur verið sett í loftið. Enn er þó unnið að uppsetningu og lokafrágangi.


 • Þorrasalir

  17. apríl 2013
  Nýlega var tekinn fyrsta skóflustunga að bygginga 26 íbúða fjölbýlishúss sem Teiknistofan hannaði við Þorrasali 17 í Kópavogi. Íbúðirnar eru í sex samtengdum klasahúsum með sérinngangi og stæði í bílageymslu. Framkvæmdaaðili er Mannverk ehf.

  Tengill á upplýsingar um verkefnið
   


 • Innkaup í hönnunarsamkeppni um viðbyggingu við MS

  1. nóvember 2012
  Tillaga teiknistofunnar hlaut innkaup í opinni hönnunarsamkeppni um viðbyggingu við Menntaskólann við Sund. Að tillögu teiknistofunnar unnu :
  Arnfríður Sigurðardóttir, arkitekt FAÍ
  Gylfi Guðjónsson, arkitekt FAÍ
  Magnús Freyr Gíslason, arkitekt FAÍ MAA
  Verkfræðiráðgjöf:

  Verkfræðistofan Víðsjá: Jón Logi Sigurbjörnsson
  Landslagsráðgjöf:
  Landark ehf.: Pétur Jónsson, landslagsarkitekt FÍLA

  Á vefsíðu FSR eru allar upplýsingar um keppnina: http://www.fsr.is/Pages/364 • Drottningarbrautarreitur á Akureyri

  22. desember 2011
  Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að tillaga að deiliskipulagi Drottningarbrautarreits í miðbæ Akureyrar verði auglýst. Í tillögunni er gert ráð fyrir miðbæjarstarfsemi með áherslu á íbúðarbyggð ásamt hóteli syðst á reitnum.

   

 • Aðalskipulag Grýtubakkahrepps

  17.ágúst 2011
  Tillaga að Aðalskipulagi Grýtubakkahrepps 2010-2022 hefur verið auglýst. Athugasemdafrestur er til 28. september 2011.
  Tengill á auglýsingu
  Tengill á auglýst skipulagsgögn

   

Sitefinity Web Content Management